Skip Navigation
Aðrar vörur

Wortie

TIL ERU FIMM MISMUNANDI VÖRUR Í WORTIE VÖRULÍNUNNI 

Wortie er með mismunandi vörur til að fjarlægja vörtur og fótvörtur sem seldar eru án lyfseðils í apótekum.

Wortie Freeze frystipenni (fyrir algengar vörtur og fótvörtur hentar fullorðnum og börnum 4 ára og eldri).

Wortie Freeze Plus frystipenni (með auka virkni er fyrir gamlar og erfiðar vörtur og er fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára).

- Wortie Freeze Pro frystipenni (frystir m.a. erfiðustu vörturnar. Fyrir fullorðna og börn 4 ára og eldri)

Wortie Liquid vörtubaninn (fyrir algengar vörtur og fótvörtur hentar fullorðnum og börnum 4 ára og eldri).

Wortie Plástrar fyrir 4. ára og eldri.

Kælitæknin - engin bein snerting milli gass og húðar.

Vörtur og fótvörtur myndast þegar veiran human papilloma virus (HPV) sýkir húðfrumur. Þær smitast með beinni snertingu og eru algengastar meðal barna en 1 af hverjum 10 fær vörtu einhverntíman á ævinni.

Vörtur geta verið sársaukafullar og eru mjög smitandi og geta því auðveldlega borist á milli manna. Það er því mikilvægt að meðhöndla vörturnar strax til að minnka líkur á því að vinir og vandamenn smitist. 

VÖRTUR
Lítill örvöxtur í húð af völdum HPV.
Einkennandi útlit sem líkist litlu blómkáli.
Myndast gjarnan á fingrum, handabaki, hnjám, olnbogum og ofan á tám.

FÓTVÖRTUR
Flatt samanþjappað húðsvæði sem myndast vegna HPV sýkingar.
Harðar út til hliðanna en mýkri í miðjunni, oft með svörtum doppum.
Myndast undir iljum fóta þar sem álagið er mest.
Aumar viðkomu.

ATH. Frauðvörtur/flökkurvörtur/leikskólavörtur eru ekki meðhöndlaðar með Wortie vörunum.

Wortie vörurnar eru lækningatæki af gerðinni IIa - Ekki nota vörurnar ef þú ert viðkvæm/ur fyrir einu eða fleiru innihaldsefnanna.
Einungis á að nota Wortie vörurnar ef þú ert viss um að um vörtu sé að ræða.
Ekki nota frystipennana ef þú ert með sykursýki eða ert með lélegt blóðflæði.
Ekki nota vörurnar á sýkt, rauð eða bólgin húðsvæði. Vinsamlegast lesið fylgiseðilinn vel fyrir notkun.

WOR.001.01