Wortie - Meðferð við vörtum og fótvörtum

Wortie Plasters

Vörtuplástrarnir eru lækningatæki til meðferðar á vörtum og fótvörtum.

  • Meðhöndla og vernda    
  • Ljósbrúnir og hindra útbreiðslu
  • Fjarlægja bæði vörtur og fótvörtur     
  • Öruggir í notkun   
  • Hentar fyrir 4 ára og eldri

Plástrarnir innihalda óblandaða salisýlsýru sem fjarlægir vörtur og fótvörtur.  Sýran leysir upp ysta lag húðarinnar og örvar endurnýjun hennar. Ný heilbrigð húð myndast og vartan minnkar og hverfur.

ATH. Frauðvörtur/flökkurvörtur/leikskólavörtur eru ekki meðhöndlaðar með Wortie vörunum.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR:
Taktu plástur af glæru filmunni og settu hann beint á vörtuna. Ef plásturinn er stærri en vartan, klipptu plásturinn til svo að hann hylji einungis yfirborð vörtunnar. Auðvelt er að klippa plásturinn. Ef þörf krefur er hægt að setja venjulegan plástur yfir til að halda vörtuplástrinum betur á vörtunni. Ráðlagt er að nota plásturinn í heilan dag eða yfir nótt (8 -12 klst) og svo fjarlægja hann. Endurtakið meðferðina alla daga/nætur þar til að vartan er algjörlega horfin.

Ráðlagður meðferðartími: 7-14 dagar.

 

VARNARORÐ:
Ekki nota plásturinn lengur en  í 12 vikur. Ef plásturinn er notaður lengur en 12 vikur er hætta á ofnæmisviðbrögðum og í slíkum tilfellum skal hætta meðferð strax. Ekki nota á bólgna húð, sár, sprungur né á heilbrigða húð þar sem ekki eru vörtur. Geymist þar sem börn ná ekki til. Einungis til notkunar útvortis. Ekki nota sama plástur oftar en einu sinni. Einungis fyrir 4 ára og eldri. Eftirlit foreldra er ráðlagt ef plásturinn er notaður á börn 12 ára og yngri. Ráðfærðu þig við lækni áður en þú byrjar að nota plásturinn ef þú ert barnshafandi, með barn á brjósti, með sykursýki eða þjáist af slöku blóðstreymi. Ekki nota vöruna ef þú ert með ofnæmi fyrir salisýlsýru.

Innihald: 15 stk. plástrar (9x9mm) úr 100% bómull með 40% salisýlsýru.

 

Wortie fæst í næsta apóteki

WOR.P.001.01