Við erum óhrædd við að fara nýjar slóðir
Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem leggur áherslu á þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja og lausasölulyfja um allan heim. Markmið félagsins er að bjóða hágæða lyf á lægra verði og draga þannig úr kostnaði í heilbrigðisstarfsemi.
Alvogen á Íslandi
Alvogen á Íslandi hóf starfsemi 2014 við kaup íslenska lyfjafyrirtækisins Portfarma. Fyrirtækið hóf þar með sölu á samheitalyfjum, lækningatækjum og öðrum heilsutengdum vörum hér á landi og er í dag umboðsaðili fyrir yfir 400 vörur. Skrifstofur Alvogen á Íslandi eru að Smáratorgi 3 í Kópavogi.
Markmið að auka aðgengi að hágæða lyfjum
Vöruúrval Alvogen samanstendur af breiðu úrvaldi af lyfjum til meðferðar á sjúkdómum á borð krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdúma, taugasjúkdóma og meltingarfærasjúkdóma.
Markmið Alvogen er að auka aðgengi fólks um allan heim að hágæða lyfjum á lægra verði og bæta þannig líf og heilsu fólks um allan heim.
Sjá nánar alvogen.com
Alvotech
Alvotech er systurfyrirtæki Alvogen og sérhæfir sig í þróun líftæknilyfja. Líftæknilyf eru mikilvæg til meðhöndlunar á ýmsum algengum og erfiðum sjúkdómum eins og gigt, öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og krabbameini. Sjá nánar alvotech.is
Góður starfsandi - 5 ástæður
Með því að ganga til liðs við Alvogen gengur þú til liðs við stóran hóp af fólki á heimsvísu. Hóp sem hefur sameiginlega sýn – er kappsfullt, forðast stöðnun og er í góðum tengslum víða um heim.
Við erum Alvogen
Vörumerki okkar og nafn er í samræmi við þær áherslur sem við leggjum í starfi okkar. Við erum óhrædd við að fara nýjar leiðir, í þeirri viðleitni að aðgreina okkur frá samkeppninni. Alvogen horfir á samheitalyfjamarkaðinn á óhefðbundinn hátt og hefur einsett sér að vinna eftir nýjum hugmyndum og viðskiptamódelum.
Gildin okkar
Við erum óhrædd við að fara nýjar slóðir. Allt starf okkar er þjónustudrifið og sniðið að þörfum viðskiptavina okkar. Við leggjum okkur fram um að finna nýjar leiðir í rekstri og vera skapandi í okkar daglegu störfum. Vörumerki okkar og nafn er í samræmi við þær áherslur sem við leggjum í starfi okkar.