Róbert Wessman
Róbert Wessman ásamt samstarfsfólki og fjárfestum í Aztiq, stofnaði samheitalyfjafyrirtækið Alvogen árið 2009. Alvogen hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar innan lyfjaiðnaðarins, þar á meðal verðlaun CPhI sem fyrirtæki ársins. Róbert Wessman er stjórnarformaður og forstjóri Alvogen og hefur leitt fyrirtækið frá stofnun. Á þeim tíma hefur Alvogen vaxið mikið og vakið athygli fyrir. Undir stjórn Róberts Wessman hefur Alvogen skilað metvexti og árlegur meðalvöxtur (CAGR) Alvogen hefur verið 32%.
Auk þess að byggja skilvirka innviði og vinnustaðamenningu sem leggur áherslu á frammistöðu hefur Róbert leitt rúmlega 50 samruna- og samstarfsverkefni og komið upp rekstri í rúmlega 60 löndum. Fyrirtæki hans hafa bæði sýnt mikinn innri og ytri vöxt.
Reynsla Róberts Wessman af framkvæmdastjórnun, afburðarþekking hans á lyfjaiðnaði og hæfileiki hans til að setja saman öflug verkefnateymi á heimsmælikvarða er ástæða vaxtar þeirra verkefna sem hann leiðir
Árangur Róberts Wessman hefur verið greindur í þremur „Case Studies“ hjá Harvard Business School:
- Robert Wessman and the Actavis Winning Formula, útgefið í maí 2008.
- Alvogen, útgefið í desember 2015.
- Alvogen – Scaling entrepreneurship, útgefið í ágúst 2018.
Árið 2013 stofnaði Róbert líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech sem samtvinnar allt frá eigin rannsóknarstarfi til fullunninnar vöru í hátæknisetri á heimsmælikvarða í Vísindagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Alvotech er með nokkur hliðstæðulyf í þróun sem verða markaðssett þegar einkaleyfi renna út.