Nozoil - Nefúðar
Nozoil Original
Nozoil® nefúði fyrirbyggir og meðhöndlar óþægindi í nefi, svo sem:
- Ertingu
- Kláða
- Þurra slímhúð
- Stíflað nef
- Óþægindi vegna sára, sprungna og blóðnasir
Nozoil inniheldur sesamolíu sem verkar með fyrirbyggjandi hætti og verndar gegn ertingu í nefi, þurrk í nefslímhúð og kláða, ásamt því verndar Nozoil gegn framandi ögnum til dæmis eins og kvefveirum og ofnæmisvökum. Virkni Nozoil á slímhúð nefsins er sönnuð með fjölmörgum rannsóknum. Olían smyr þurra og erta nefslímhúð sem bætir virkni bifhára og gerir þeim kleift að fjarlægja á áhrifaríkari hátt agnir eins og veirur og ofnæmisvaka. Ásamt því myndar olían þunna hlífðarfilmu yfir slímhúð nefsins.
Notkunarleiðbeiningar:
Úðið 1-3 sinnum í hvora nös, þrisvar sinnum á dag.
Fyrir fullorðna og börn frá 0 ára.
Engar aukaverkanir eru þekktar. Hafðu samband við lækni ef þig grunar aukaverkanir og ef upp koma langvarandi vandamál.
Magn sesamolíu í Nozoil er ekki talið geta valdið aukaverkunum.
Lokið flöskunni eftir notkun.