- 5 milljónum króna er úthlutað til fjögurra íslenskra góðgerðarfélaga úr samfélagssjóði hlaupsins í ár
- Barnaheill, Vímulaus æska, Vinakot og Hetjurnar njóta góðs af hlaupagleði Íslendinga
- Alls hafa góðgerðarfélög sem láta sig varða réttindi og velferð barna fengið 16 milljónir króna í styrk
Samfélagssjóður The Color Run og lyfjafyrirtækisins Alvogen veitir fjórum íslenskum góðgerðarfélögum styrk í tengslum við litahlaupið sem haldið er í miðbæ Reykjavíkur þann 10. júní og á Akureyri þann 8. júlí næstkomandi. Fimm milljónum króna verður úthlutað til Barnaheilla, Vímulausrar æsku, Vinakots og Hetjanna. Samfélagssjóðurinn var stofnaður árið 2015 þegar fyrsta litahlaupið fór fram hér á landi. Alls hefur sjóðurinn veitt 16 milljónir til góðgerðarfélaga hér á landi en á undanförnum árum.
Barnaheill vinna að mannréttindum barna með áherslu á grunnmenntun, vernd gegn ofbeldi og heilbrigði.
Vímulaus æska er fyrir börn og foreldra þeirra sem eru með hegðunar-, áfengis- eða vímuefnavanda.
Vinakot er búsetuúrræði fyrir börn og unglinga með margþættan vanda.
Hetjurnar er félag langveikra barna á Norðurlandi.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen segir fyrirtæki sitt virkilega stolt af því að standa við metnaðarfull verkefni sem tengjast réttindum og velferð barna.