Skip Navigation

Róbert Wessman verður gestur MBA náms Háskóla Íslands á mánudag

Business
11 May 2018

Róber Wessman, forstjóri Alvogen og stofnandi og stjórnarformaður Alvotech heldur fyrirlesturinn: Innsýn Frumkvöðuls, sem gestur MBA námsins í Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram mánudaginn 14.maí í sal 1. í Háskólabíói frá kl: 12:10-13:00. 

Róbert hefur verið gestur þekktra háskóla, s.s. Harvard og MIT, en á fundinum ræðir hann reynslu sína sem alþjóðlegur frumkvöðull og svarar spurningum úr sal.

Nýverið undirrituðu systurfyrirtækin Alvogen og Alvotech samning við Háskóla Íslands um aukið samstarf á sviði nýsköpunar, rannsókna og kennslu. Markmiðið með samningnum er að nýta sérþekkingu beggja aðila, tækni, krafta og aðstöðu eins og kostur í þágu nemenda og stafsmanna beggja aðila og samfélagsins alls.

Skráning fer fram á www.mba.is en aðgangur er ókeypis og léttar veitingar í boði.