Róbert Wessman forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech var í vikunni kosinn í stjórn japanska lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma.
Alvotech og Fuji hafa á undanförnum mánuðum átt í nánu samstarfi um markaðssetningu líftæknilyfja Alvotech í Japan sem nú eru í þróun. Fyrr á þessu ári var einnig tilkynnt um fjárfestingu Fuji Pharma í Alvotech fyrir um 50 milljónir bandaríkjadala en fyrirtækið eignaðist þannig um 4,2% í félaginu. Fuji Pharma er skráð í kauphöllina í Tokyo og tilkynnt var um nýja stjórn í vikunni á hluthafafundi fyrirtækisins í Tokyo.
Róbert segir það spennandi verkefni að setjast í stjórn Fuji Pharma.
Alvogen fjárfesti nýlega í Fuji Pharma og er nú þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins í gegnum dótturfyrirtæki sitt í Taiwan, með um 4% eignarhlut.