Það er sönn ánægja að tilkynna ykkur að Alvogen ehf. hefur sett á markað nýtt lyf sem Alvogen ehf. er markaðsleyfishafi fyrir.
Ríflúxín eru tuggutöflur með myntubragði sem innihalda virku efnin kalsíumkarbónat og magnesíumkarbónat sem eru sömu virku efnin og lyfið Rennie inniheldur. Helsti munurinn á Ríflúxín og Rennie er sá að Ríflúxín er án sykurs. Í stað sykurs inniheldur Ríflúxín hjálparefnið xýlítól sem er einnig með þekkta verkun.
Ríflúxín er sýrubindandi og hlutleysir magasýru í líkamanum fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára, sjá nánar.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. RIF.L.A.2025.0009.01