Það er sönn ánægja að tilkynna ykkur að Alvogen ehf. hefur sett á markað nýtt lyf með virka efninu acetýlcystine undir nafniu Múkósín. Acetýlcystein leysir og hreyfir við slími á berkjusvæðinu. Múkósín eru freyðitöflur með sítrónubragði sem hafa ábendinguna slímleysandi lyf. Lyfið er sett á markað í tveimur styrkleikum, 200mg og 600 mg.
Múkósín 200 mg eru 25 stk í einum pakka. Lyfið er ætlað fullorðnum, unglingum og börnum eldri en 5 ára
Múkósín 600 mg eru 12 stk í einum pakka. Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum eldri en 14 ára.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. MUK.L.A.2025.0007.01