Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ráðið myndlistarmanninn Hjalta Parelius Finnsson til að mála ný málverk í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem nú rísa í Vatnsmýrinni. Verkin eru þrjú talsins og samtals um 100 fermetrar að stærð. Samningur Alvogen og Hjalta er til 18 mánaða en á þeim tíma vinnur Hjalti einungis fyrir Alvogen. Hjalti hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín og er hvað þekktastur fyrir olíumálverk þar sem teiknimyndamótíf eru í forgrunni.
Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur ráðið myndlistarmanninn Hjalta Parelius Finnsson til að mála ný málverk í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem nú rísa í Vatnsmýrinni. Verkin eru þrjú talsins og samtals um 100 fermetrar að stærð. Samningur Alvogen og Hjalta er til 18 mánaða en á þeim tíma vinnur Hjalti einungis fyrir Alvogen. Hjalti hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín og er hvað þekktastur fyrir olíumálverk þar sem teiknimyndamótíf eru í forgrunni.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen segir ánægjulegt að fá ungan efnilegan listamann eins og Hjalta í verkefnið.
„Við höfum fylgst með því hvernig Hjalti hefur vaxið sem listamaður og treystum honum vel til að vinna þetta verkefni fyrir okkur.“
Hjalti Parelius stundaði nám á listnámsbraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og síðar við Danmarks Designskole. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga og fjölda samsýninga. Málverk sem Hjalti málar fyrir Alvogen eru stór og munu fá að njóta sín í anddyri og matsal nýrra höfuðstöðva sem opna í ársbyrjun 2016.
,,Þetta er mikill heiður fyrir mig og ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þetta er gríðarlega umfangsmikið verk og á sama tíma mjög spennandi fyrir mig sem myndlistarmann,”
segir Hjalti Parelius.
Um verk sín segir Hjalti Parelius að hann líti á sig sem pistlahöfund sem málar. Umfjöllunarefnið er oft fréttir líðandi stundar og önnur mál sem hann vill segja álit sitt á. Það álit sé ekki endilega hið eina rétta, satt eða óhlutdrægt. Verk Hjalta hafa þróast frá því að vera eins konar yfirlýsing yfir í að vera sögur líðandi stundar.