- Stefnt er að fyrstu skráningu lyfja Alvotech, systurfyrirtækis Alvogen á þessu ári
- Um 450 vísindamenn og sérfræðingar starfa nú hjá Alvotech í fjórum löndum
Lyfjafyrirtækið Alvotech, systurfyrirtæki Alvogen hefur gert nýjan samstarfssamning við DKSH, leiðandi fyrirtæki í markaðssetningu lyfja í Suðaustur Asíu.
Alvotech mun þróa og framleiða líftæknilyfið AVT02, sem hefur sömu virkni og gigtarlyfið Humira, sem er í dag eitt af söluhæstu lyfjum heims. DKSH mun bera ábyrgð á markaðssetningu og sölu lyfsins á mörkuðum sínum í 36 löndum í Asíu.
Alvotech stefnir að því að skrá líftæknihliðstæðulyf (biosmilar) frumlyfsins Humira síðar á þessu ári hjá lyfjayfirvöldum í Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrirtækið hefur nú þegar gert stóra samstarfssamningu við leiðandi fyrirtæki í Evrópu, Asíu, Kanada og Ísrael. Frumlyfið Humira seldist fyrir um 19 milljarða bandaríkjadala á heimvísu á árinu 2019.
Mark Levick, forstjóri Alvotech segir ánægjulegt að hefja samstarf við DKSH sem hafi skapað sér sterka stöðu í Asíu.
Líftæknilyf Alvotech sem nú eru í þróun eru hliðstæðulyf við frumlyf á markaði í dag og munu renna af einkaleyfi á næstu árum. Umrædd lyf seljast fyrir rúmlega sjö þúsund milljarða króna á ári á heimsvísu eða um 50 milljarða bandaríkjadala og eru notuð notuð til meðferðar á erfiðum sjúkdómum, eins og t.d. gigt, psoriasis og krabbameini.
Hjá Alvotech starfa nú um 450 vísindamenn og sérfræðingar en 180 starfsmenn voru ráðnir á árinu 2019 til hátækniseturs fyrirtækisins á Íslandi.