Lyfjafyrirtækið Alvogen er aðalstyrktaraðili nýrrar sýningar á verkum Errós sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 31. október kl. 16. Sýningin ber heitið Málverk tveggja tíma – Tilurð Errós en umfjöllunarefni sýningarinnar eru mótunarár Errós frá 1955 til 1964.
SONJA SAGA, ER EITT ÞEIRRA VERKA ERRÓS SEM PRÝÐA MUN NÝTT HÁTÆKNISETUR Í VATNSMÝRI
Sýningin Tilurð Errós birtir mynd af listamanni sem mitt í hringiðu myndlistarheimsins, mest í Parísarborg, gerði ýmsar tilraunir og fetaði sig áfram í listinni. En sjá má hvernig Erró hverfur frá tjáningarfullu málverki til samtíningsverka og samklippimynda, sem hann er einkum þekktur fyrir á síðari árum.
Styrkveiting Alvogen nú er liður í samstarfi listamannsins og fyrirtækisins en verk Errós munu prýða nýjar höfðustöðvar Alvogen í Vatnsmýri og undirstrika þannig samstarf vísinda og lista.