Það er sönn ánægja að tilkynna að Alvogen hefur sett á markað lyfið Túfen sem er nýtt hóstasaft í lausasölu. Hóstasaftið inniheldur guaifenesín en hóstasaft með guaifenesín hefur ekki fengist á Íslandi síðan árið 2019.
Túfen 13,33 mg/ml saft inniheldur guaifenesín og er slímlosandi lyf. Það er ætlað til notkunar við einkennum sýkinga í efri hluta öndunarfæra og hjálpar til við að létta á djúpum hósta með því að losa slím sem auðveldar að hósta því upp og opna þannig öndunarveginn. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða batna ekki innan 7 daga.
Hóstasaftið er fyrir fullorðna og börn eldri en 6. ára, sjá nánar
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. TUF.L.A.2022.0009.01