Knattspyrnudeild Knattspyrnufélags Reykjavíkur og lyfjafyrirtækið Alvogen skrifuðu í dag undir samstarfssamning til næstu fjögurra ára. Samningurinn er sá stærsti og umfangsmesti í 115 ára sögu KR og nær til allra flokka félagsins, jafnt yngri flokka sem meistaraflokka karla og kvenna. Elsta knattspyrnufélag Íslands og eitt af framsæknustu fyrirtækjum landsins sameina nú krafta sína og hafa einsett sér að treysta enn frekar öflugt uppeldis- og afreksstarf KR.
Knattspyrnudeild Knattspyrnufélags Reykjavíkur og lyfjafyrirtækið Alvogen skrifuðu í dag undir samstarfssamning til næstu fjögurra ára. Samningurinn er sá stærsti og umfangsmesti í 115 ára sögu KR og nær til allra flokka félagsins, jafnt yngri flokka sem meistaraflokka karla og kvenna. Elsta knattspyrnufélag Íslands og eitt af framsæknustu fyrirtækjum landsins sameina nú krafta sína og hafa einsett sér að treysta enn frekar öflugt uppeldis- og afreksstarf KR.