Það er sönn ánægja að tilkynna ykkur að Alvogen ehf. hefur sett á markað nýtt lyf, sem Alvogen ehf er markaðsleyfishafi fyrir. Lyfið er samheitalyf fyrir Nurofen. Íbúprófen , sem er virka efnið í þessu lyfi, er bólgueyðandi og hitalækkandi.
Alvofen Junior er til skammtímameðferðar á einkennum vægra til í meðallagi slæmra verkja og einkennum hita. Lyfið er ætlað börnum 6 mánaða og eldri sem eru þyngri en 7 kg.
Mixtúran inniheldur vínberjabragðefni.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ALJ.L.A.2025.0007.01