Á dögunum bauð lyfjafyrirtækið Alvogen íbúum á Stúdentagörðum miða í The Color Run í þakklætisskyni þegar forstjóri fyrirtækisins, Róbert Wessman ásamt samstarfsfélögum, bankaði upp á hjá íbúum á Stúdentagörðum.
Alls var 300 háskólanemum við Sæmundargötu boðið í litahlaupið og geta þeir nú fagnað próflokum með góðri hreyfingu og skemmtun. Alvogen er bakhjarl The Color Run litahlaupsins sem haldið verður í fyrsta sinn á Íslandi næstkomandi laugardag í miðborg Reykjavíkur.
Systurfyrirtækin Alvogen og Alvotech reisa nú nýtt hátæknisetur innan Vísindagarða HÍ og hafa framkvæmdir staðið yfir síðan í nóvember 2013. Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki í ársbyrjun 2016.