Alvogen á Íslandi hefur á síðustu árum unnið til fjölda viðurkenninga bæði á Íslandi og erlendis
Framúrskarandi fyrirtæki
Í 13 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Markviss undirbúningur og þrotlaus vinna liggur að baki framúrskarandi árangri. Vottun Framúrskarandi fyrirtækja er mikilvægur þáttur í markaðssókn þeirra sem vilja efla traust viðskiptavina og samstarfsaðila. Það er því eftirsóknarvert að skara fram úr.
Alvogen hefur verið á meðal þeirra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greingar Creditino á Framúrskarandi fyrirtækjum frá árinu 2019 - 2023
Auglýsingar Alvogen
Auglýsingar Alvogen sem unnar eru af auglýsingastofunni Kontor Reykjavík og Noma Bar hafa vakið mikla athygli víða um heim og hafa þær verið tilnefndar til og unnið fjölda verðlauna bæði hér heima og erlendis.