ZESUVA

ZESUVA inniheldur virka efnið sunitinib, sem er próteinkínasa hemill. Það er krabbameinslyf, sem hamlar sértækt virkni sérstaks hóps próteina, sem vitað er að hafa áhrif á vöxt og útbreiðslu krabbameinsfrumna.

Ábendingar:

Æxli í stoðvef maga og þarma (gastrointestinal stromal tumour (GIST))

  • ZESUVA er ætlað til meðferðar á óskurðtæku illkynja æxli í stoðvef maga og þarma og/eða illkynja æxli í stoðvef maga og þarma með meinvörpum (GIST) hjá fullorðnum, ef meðferð með imatinibi hefur ekki borið árangur vegna ónæmis eða óþols sjúklings.

Nýrnafrumukrabbamein með meinvörpum (metastatic renal cell carcinoma (MRCC))

  • ZESUVA er ætlað til meðferðar á langt gengnu nýrnafrumukrabbameini/nýrnafrumukrabbameini með meinvörpum (MRCC).

Taugainnkirtlaæxli í brisi (pancreatic neuroendocrine tumours (pNET))

  • ZESUVA er ætlað til meðferðar á óskurðtækum vel þroskuðum (well-differentiated) taugainnkirtlaæxlum í brisi eða vel þroskuðum (well-differentiated) taugainnkirtlaæxlum í brisi (pNET) með meinvörpum, hjá fullorðnum með versnandi sjúkdóm.

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
L01E - Próteinkínasahemlar
Virkt innihaldsefni
Sunitinib
Lyfjaform
hylki
Styrkleiki
12,5, 25 og 50 mg
Magn
28 stk

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

ZES.R.A.2024.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
19003012,5 mg28 stk.
11949725 mg28 stk.
58519350 mg28 stk.