Eplasýra 28,6 mg og flúor 0,25 mg
Xerodent
Meðhöndlun einkenna vegna munnþurrks og fyrirbyggjandi við tannskemmdum hjá einstaklingum með munnþurrk.
Xerodent inniheldur eplasýru. Súra bragðið örvar munnvatnsviðbragðið og eykur þannig munnvatnsframleiðsluna. Töflurnar innihalda natríumflúoríð sem styrkir glerunginn gegn tannátu (tannskemmdum). Töflurnar innihalda sætuefnið xylitól, sem einnig verndar tennurnar gegn tannskemmdum. Xerodent er notað við kvillum sem stafa af minnkaðri munnvatnsframleiðslu og til að fyrirbyggja tannskemmdir hjá fullorðnum sjúklingum með munnþurrk.
Appelsínubragð er af töflunum.
Fylgið alltaf fyrirmælum tannlæknisins/læknisins eða tannfræðingsins eða leiðbeiningunum á merkimiða á lyfjapakkningunni.
Venjulegur skammtur fyrir fullorðna:
- 1 tafla eftir þörfum, venjulega 6 sinnum á dag.
- Við mikinn munnþurrk má auka skammtinn í 12 munnsogstöflur á dag í takmarkaðan tíma.
- Látið töfluna bráðna hægt í munni.
- Dreifa skal skammtinum jafnt yfir daginn.
Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun
- Við meðhöndlun með Xerodent skal forðast að nota önnur lyf sem innihalda flúor, en þó er í lagi að halda áfram að nota flúortannkrem.
- Xerodent má ekki nota á landsvæðum þar sem flúorinnihald drykkjarvatns er hátt.
Meðganga og brjóstagjöf
- Engin þekkt áhætta við notkun á meðgöngu eða samhliða brjóstagjöf
LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.
Ítarupplýsingar
- Virkt innihaldsefni
- Eplasýra/Flúor
- Lyfjaform
- Munnsogstöflur
- Styrkleiki
- 28,6 mg/0,25 mg
- Magn
- 90 stykki í glasi
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.