Xembify

Xembify inniheldur immúnóglóbúlín sem hafa verið unnin úr plasma (blóðvökva) heilbrigðs fólks. Þau hjálpa líkamanum að berjast við sýkingar af völdum baktería og veira. Lyfið virkar á nákvæmlega sama hátt og þau immúnóglóbúlín sem eru til staðar í blóði þínu frá náttúrunnar hendi, sem framleidd eru af ónæmiskerfinu þínu.

Xembify er lausn sem inniheldur immúnóglóbúlín úr mönnum (mótefni, fyrst og fremst immúnóglóbúlín G) sem hjálpa líkama þínum að berjast við sýkingar.

Ábendingar:

Uppbótarmeðferð hjá fullorðnum, börnum og unglingum (0-18 ára) við:

  • frumkomnu ónæmisbrestsheilkenni með skorti á mótefnamyndun.
  • gammaglóbúlínsskorti (hypogammaglubulinaemia) og endurteknum bakteríusýkingum hjá sjúklingum með langvinnt eitilfrumuhvítblæði (chronic lymphaocytic leukaemia, CLL), þar sem fyrirbyggjandi meðferð með sýklalyfjum hefur brugðist eða er ekki ráðlögð.
  • gammaglóbúlínskorti og endurteknum bakteríusýkingum hjá sjúklingum með mergæxli.
  • gammaglóbúlínskorti hjá sjúklingum fyrir og eftir ósamgena blóðmyndandi stofnfrumuígræðslu (HSCT).

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
  • Xembify má ekki gefa í æð eða vöðva.
  • Sjúklingar sem hafa fengið bráðaofnæmi eða alvarleg almenn viðbrögð við gjöf immúnóglóbúlíns úr mönnum.
  • Sjúklingar með IgA-skort sem eru með mótefni gegn IgA eða eru með þekkt ofnæmi við meðferð með immúnóglóbúlíni úr mönnum.

Markaðsleyfishafi: Instituto Grifols S.A.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
J06B - Ónæmisglóbúlín
Virkt innihaldsefni
Immúnóglóbúlín, normal, manna, sem ekki eru gefin í æð
Lyfjaform
stungulyf, lausn til inndælingar undir húð
Styrkleiki
200 mg/ml
Magn
5, 10, 20 og 50 ml

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

XEM.R.A.2024.0002.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
189759200 mg/ml5 ml
420945200 mg/ml10 ml
160633200 mg/ml20 ml
084561200 mg/ml50 ml