i say:
i say: Vaginal Infection
Meðhöndlar sveppa- og skeiðarsýklun í leggöngum.
- Meðhöndlar bæði sveppasýkingu og skeiðarsýklun í leggöngum og einkenni þeirra eins og útferð, kláða, sviða og vonda lykt.
- Leiðréttir og viðheldur réttu sýrustigi (pH 3,8-4,5) í leggöngum
- Endurheimtir og viðheldur náttúrulegri leggangaflóru
- Gerir umhverfið ólífvænt fyrir sveppi og bakteríur
Notkunarupplýsingar:
- 1 tafla á dag í 7 daga
- Hefja skal meðferð eins fljótt og hægt er eða um leið og einkenni gera vart við sig
- Tilvalið að hefja meðferð eftir blæðingar. Hægt er að nota töflurnar á meðan á blæðingum stendur en hætta er á að þær renni út úr leggöngum og trufli meðferð.
- Settu eina töflu varlega eins djúpt í leggöng og hægt er (eins og tíðartappa)
- Best er að setja töfluna í leggöng áður en þú ferð að sofa
- Einkennin hverfa venjulega eftir 3 daga en þú verður að halda meðferðinni áfam í 7 daga (klára spjaldið sem er ein meðferð)
- Ef einkennin hafa minnkað en eru enn til staðar má hefja aðra meðferð strax aftur (7 dagar)
- Fyrir 16 ára og eldri konur sem finna fyrir einkennum
- Engar rannsóknir eru til um notkun vörunnar fyrir þungaðar konur og konur með barn á brjósti
Innihaldsefni: Hyaluronic Acid, Lactitol Monohydrate, Citric Acid, Boric Acid
Inniheldur ekki hormón.
Varnarorð:
- Töflurnar eru eingöngu til notkunar í leggöng. Má ekki taka inn um munn.
- Ekki nota töflurnar ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna
- Ekki nota töflurnar ef þú ert að reyna að verða þunguð
- Hafðu samband við lækni/kvensjúkdómalækni ef einkennin hverfa ekki innan 5 daga eða versna
- Engar milliverkanir eru þekktar
Geymsluskilyrði: Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið við herbergishita
(15 – 25 °C) á skyggðum og þurrum stað.
Fæst í flestum apótekum landsins.
ISA.VI.001.01