Vastaloma

Vastaloma inniheldur virka efnið fulvestrant, sem tilheyrir flokki estrógenblokka. Estrógen, ein gerð kvenhormóna, getur í sumum tilvikum tengst vexti brjóstakrabbameins.

Fulvestrant er samkeppnisestrógenviðtakablokki og hefur sambærilega sækni og estradíól. Fulvestrant hemur vaxtarörvandi áhrif estrógens án nokkurrar örvunar (estrógen-líkrar) virkni. Verkunarháttur tengist lækkun (down-regulation) á estrógenviðtakapróteinmagni (oestrogen receptor protein levels).

Ábendingar:

Fulvestrant er ætlað:

sem einlyfjameðferð við estrógenviðtaka jákvæðu brjóstakrabbameini sem er staðbundið langt gengið eða með meinvörpum hjá konum eftir tíðahvörf:

  • sem hafa ekki fengið áður meðferð með lyfi með verkun á innkirtla, eða
  • þegar sjúkdómur tekur sig upp að nýju við eða eftir viðbótarmeðferð með andestrógeni, eða ef sjúkdómur sem meðhöndlaður er með andestrógeni fer versnandi.
  • í samsettri meðferð með palbociclibi til meðferðar á hormónaviðtaka jákvæðu (hormone receptor (HR)-positive), manna húðþekjuvaxtarþáttaviðtaka 2 neikvæðu (human epidermal growth factor receptor 2 (HER2)-negative) staðbundnu langt gengnu brjóstakrabbameini eða brjóstakrabbameini með meinvörpum, hjá konum sem hafa áður fengið meðferð með lyfi með verkun á innkirtla.

Hjá konum fyrir tíðahvörf og konum sem nálgast tíðahvörf á samsett meðferð með palbociclibi að vera gefin samhliða örva leysiþáttar gulbúskveikju (LHRH-örva).

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
  • Meðganga og brjóstagjöf.
  • Alvarlega skert lifrarstarfsemi.

Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
L02B - Andhormón og skyld lyf
Virkt innihaldsefni
Fulvestrant
Lyfjaform
stungulyf, lausn í áfylltri sprautu
Styrkleiki
250 mg/ml
Magn
5 ml í spr.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

VAS.R.A.2024.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
528806250 mg/spr2 sprautur