Túfen 13,33mg/ml, 180 ml flaska
Túfen
Saft í lausasölu til meðferðar við djúpum slímhósta.
Virkt efni: Inniheldur 13,33 mg/ml guaifenesíni saft.
180 ml glerglas með barnaöryggisloki ásamt mæliglasi með mælikvarða.
Túfen 13,33 mg/ml saft inniheldur guaifenesín og er slímlosandi lyf. Það er ætlað til notkunar við einkennum sýkinga í efri hluta öndunarfæra og hjálpar til við að létta á djúpum hósta með því að losa slím sem auðveldar að hósta því upp og opna þannig öndunarveginn.
Ábendingar:
- Fyrir fullorðna, unglinga og börn eldri en 6 ára.
- Ætlað til notkunar við einkennum sýkinga í efri hluta öndunarfæra með seigfljótandi slími.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
- Sjúklingar með sjaldgæf arfgeng vandamál eins og frúktósaóþol.
- Sjúklingar með purpuraveiki.
- Börn yngri en 6 ára.
Notkunarupplýsingar:
Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára:
- 15 ml (200 mg guaifenesín) á 4 klukkustunda fresti, allt að 3 til 4 sinnum á dag.
- Hámarks stakur skammtur: 30 ml (400 mg guaifenesín).
- Hámarks skammtur á dag: 60 ml (800 mg guaifenesín).
Börn:
- Börn á aldrinum 6 til 12 ára: 7,5 ml (100 mg guaifenesín) á 4 klukkustunda fresti, allt að 3 til 4 sinnum á dag.
- Hámarks stakur skammtur: 15 ml (200 mg guaifenesín).
- Hámarks skammtur á dag: 30 ml (400 mg guaifenesín).
Túfen er ekki ætlað til notkunar hjá börnum yngri en 6 ára.
Aldraðir:
- Eins og fyrir fullorðna.
Meðferðin skal vera eins stutt og mögulegt er. Hafa þarf samand við lækninn ef einkenni eru enn til staðar eftir 7 daga.
Varúð:
Lyfið inniheldur alkóhól (etanól). Ekki skal nota þetta lyf við langvarandi eða krónískum hósta. Ekki er mælt með samhliða notkun með öðrum hóstastillandi lyfjum.
LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- Saft
- Virkt innihaldsefni
- Guaifenesíni
- Lyfjaform
- Græn mixtúra
- Styrkleiki
- 13,33 mg/ml
- Magn
- 180 ml
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.