Topiramate Alvogen
Topiramat Alvogen inniheldur virka efnið tópíramat. Það flokkast sem súlfamat-útskipt einsykra. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig topiramat virkar gegn flogum og sem fyrirbyggjandi lyf við mígreni.
Ábendingar:
- Einlyfjameðferð hjá fullorðnum, unglingum og börnum eldri en 6 ára með hlutaflog með eða án síðkominna alfloga og frumkomin krampaflog (primary generalised tonic-clonic seizures)
- Viðbótarmeðferð hjá börnum 2 ára og eldri, unglingum og fullorðnum með hlutaflog með eða án síðkominna alfloga eða frumkomin krampaflog og til meðferðar við flogum í tengslum við LennoxGastaut heilkenni
- Topiramat er ætlað sem fyrirbyggjandi meðferð við mígrenihöfuðverk hjá fullorðnum eftir ítarlegt mat á öðrum mögulegum meðferðarúrræðum. Topiramat er ekki ætlað til bráðameðferðar.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- Fyrirbyggjandi við mígreni hjá þunguðum konum og konum á barneignaraldri ef örugg getnaðarvörn er ekki notuð
Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- N03AX -Flogaveikilyf, önnur flogaveikilyf, lyf við mígreni
- Virkt innihaldsefni
- Tópíramat
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 25, 50 mg
- Magn
- 60 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá
TOP.R.2021.0001.01