SureSign
Ferritín sjálfspróf til ákvörðunar á járnskorti (Blóðstunga í fingur)
Suresign ferritin sjálfsprófið er til ákvörðunar á járnskorti er hraðvirkt próf til þáttagreiningar á ferritíni í blóði úr fingri vegna blóðleysis af völdum járnskorts.
Blóðleysi vegna járnskorts er algengt hjá börnum og konum á öllum aldri en aðallega hjá konum sem enn hafa blæðingar (að minnsta kosti 20% þjást af járnskorti). Helstu einkenni eru fölvi, þreyta, höfuðverkur, hraðari hjartsláttur eða mæði við líkamsrækt. Einkenni geta birst smátt og smátt og stundum er ekki tekið eftir þeim.
Vinsamlegast lesið fylgiseðilinn vandlega áður en prófið er framkvæmt og fylgið leiðbeiningum skref fyrir skref. Ef leiðbeiningum er ekki fylgt getur það valdið röngum niðurstöðum. Sjá nánar takmarkanir í fylgiseðli.
Framkvæmd prófsins er auðveld. Tekinn er blóðdropi úr fingurgómi löngutangar eða baugfingurs. Blóðdropinn er dreginn upp í dropateljara og buffer blandaður saman við áður en dropinn er settur á prófspjald.
Beðið er eftir að lituð lína birtist á prófspjaldinu. Bíðið þar til litaða línan/línurnar birtast. Lesið niðurstöður eftir 5 mín. Ekki skal lesa niðurstöður eftir meira en 10 mínútur.
Hvernig virka ferritínpróf?
Ferritín er prótein og aðalgeymsluform járns í frumum. Óeðlileg niðurstaða þýðir að styrkur ferritíns í blóði er lægri en 30 ng/mL og bendir til mögulegs járnskorts.
Það sem fylgir prófinu:
Prófspjald, dropateljari, buffer, alkóhólþurrka , lansett nál, og fylgiseðill.
Ath.
Suresign ferritín sjálfsprófið til ákvörðunar á járnskorti gefur aðeins þáttagreinandi niðurstöður sem benda til ferritínsskorts. Framkvæma verður aðra mælingu með annarri aðferð til þess að staðfesta niðurstöðuna.