SureSign

Ferritín sjálfspróf til ákvörðunar á járnskorti (Blóðstunga í fingur)

Suresign ferritin sjálfsprófið (Suresign Iron Deficiency Ferritin Test) er til ákvörðunar á járnskorti er hraðvirkt próf til þáttagreiningar á ferritíni í blóði úr fingri vegna blóðleysis af völdum járnskorts.

Blóðleysi vegna járnskorts er algengt hjá börnum og konum á öllum aldri en aðallega hjá konum sem enn hafa blæðingar (að minnsta kosti 20% þjást af járnskorti). Helstu einkenni eru fölvi, þreyta, höfuðverkur, hraðari hjartsláttur eða mæði við líkamsrækt. Einkenni geta birst smátt og smátt og stundum er ekki tekið eftir þeim.

Framkvæmd prófsins er auðveld. Tekinn er blóðdropi úr fingurgómi löngutangar eða baugfingurs. Blóðdropinn er dreginn upp í dropateljara og buffer blandaður saman við áður en dropinn er settur á prófspjald.

Beðið er eftir að lituð lína birtist á prófspjaldinu. Bíðið þar til litaða línan/línurnar birtast. Lesið niðurstöður eftir 5 mín. Ekki skal lesa niðurstöður eftir meira en 10 mínútur.

  • Eðlilegar niðurstöður: Tvær línur birtast. Bæði T-lína (Test) og C-lína (Control) birtast. Þessi niðurstaða merkir að ferritín styrkur í blóði er eðlilegur og mögulegur járnskortur er ekki til staðar.
  • Óeðlileg niðurstaða: Ein lína birtist. Aðeins C-línan birtist. Þessi niðurstaða merkir að styrkur ferritíns í blóði er of lágur. Hafðu samband við lækni því þú gætir verið með járnskort.

Hvernig virka ferritínpróf?

Ferritín er prótein og aðalgeymsluform járns í frumum. Óeðlileg niðurstaða þýðir að styrkur ferritíns í blóði er lægri en 30 ng/mL og bendir til mögulegs járnskorts.

Það sem fylgir prófinu:

Prófspjald, dropateljari, buffer, alkóhólþurrka , lansett nál, og fylgiseðill.

Athugið:

Suresign ferritín sjálfsprófið til ákvörðunar á járnskorti gefur aðeins þáttagreinandi niðurstöður sem benda til ferritínsskorts. Framkvæma verður aðra mælingu með annarri aðferð til þess að staðfesta niðurstöðuna.

Varúðarráðstafanir:

Vinsamlegast lestu allar upplýsingarnar í fylgiseðli áður en þú framkvæmir prófið.

  • Aðeins til sjálfsprófunar in vitro.
  • Ekki skal borða, drekka eða reykja á því svæði þar sem sýnið eða prófið er meðhöndlað.
  • Geymið á þurrum stað við 2-30°C (36-86°F) og forðast skal raka. Notið ekki ef álpakkningin er skemmd eða hefur verið opnuð.
  • Prófið er eingöngu ætlað til forprófunar og ítrekaðar óeðlilegar niðurstöður ætti að ræða við lækni eða annan heilbrigðisstarfsmann.
  • Fylgið tilgreindum tíma nákvæmlega. Alkóhólþurrkuna skal aðeins nota á óskemmda húð.
  • Notaðu prófið aðeins einu sinni. Takið ekki í sundur og snertið ekki prófunargluggann á prófspjaldinu.
  • Ekki má frysta prófið eða nota eftir fyrningardagsetningu sem prentuð er á umbúðirnar.
  • Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
  • Farga skal prófinu eftir notkun samkvæmt gildandi reglum á hverjum stað fyrir sig.

Sjálfsprófin eru lækningatæki - virkni sönnuð með klínískum prófunum.

Vinsamlegast lesið fylgiseðilinn vandlega áður en prófin eru framkvæmd. Ef leiðbeiningum er ekki fylgt getur það valdið röngum niðurstöðum. Sjá nánar um takmarkanir í fylgiseðli.

SUR.F.001.02