Sitagliptin/Metformin Zentiva
Sitagliptin/Metformin Zentiva inniheldur tvö mismunandi lyf sem nefnast sitagliptín og metformín. - sitagliptín tilheyrir flokki lyfja sem kallast DPP-4 hemlar (dípeptíl peptíðasa 4 hemlar). - metformín tilheyrir lyfjaflokki sem kallast bígúaníð.
Saman vinna þau að því að hafa stjórn á blóðsykursgildum hjá fullorðnum sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Þetta lyf stuðlar að því að auka insúlínmagn sem líkaminn framleiðir eftir máltíð og dregur úr sykurmagninu sem líkaminn framleiðir sjálfur.
Ábendingar:
Fyrir fullorðna sjúklinga með sykursýki af tegund 2:
- Sitagliptin/Metformin Zentiva er ætlað til að bæta stjórnun á blóðsykri þegar ekki næst viðunandi stjórn á blóðsykri með mataræði og líkamsþjálfun ásamt hámarksskammti af metformíni einu sér eða hjá þeim sem fá nú þegar samsetta meðferð með sitagliptíni og metformíni.
- Sitagliptin/Metformin Zentiva er ætlað ásamt súlfonýlúrealyfi (þ.e. þríþætt meðferð) til viðbótar við mataræði og líkamsþjálfun hjá sjúklingum þegar ekki næst viðunandi stjórn með hámarksskammti sem þolist af metformíni og súlfonýlúrealyfi.
- Sitagliptin/Metformin Zentiva er ætlað sem þríþætt meðferð ásamt PPARγ örva, efni sem örvar sértæka kjarnaviðtaka (peroxisome proliferator activated receptor gamma, PPARγ) (þ.e. thiazolidíndíónlyf) til viðbótar við mataræði og líkamsþjálfun hjá sjúklingum þegar ekki næst viðunandi stjórn með hámarksskammti sem þolist af metformíni og PPARγ örva.
- Sitagliptin/Metformin Zentiva er einnig ætlað sem viðbót við insúlín (þ.e. þríþætt meðferð) til viðbótar við mataræði og líkamsþjálfun þegar ekki næst viðunandi stjórn á blóðsykri hjá sjúklingum þegar stöðugir skammtar af insúlíni og metformíni einu sér veita ekki viðunandi stjórn á blóðsykri.
Frábendingar:
Sitagliptin/Metformin Zentiva má ekki gefa sjúklingum með:
- ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna
- allar gerðir af bráðri efnaskiptablóðsýringu (svo sem mjólkursýrublóðsýring, ketónblóðsýring af völdum sykursýki)
- fordá (pre coma) af völdum sykursýki
- alvarleg nýrnabilun (gaukulsíunarhraði < 30 ml/mín.)
- bráðaástand sem getur breytt nýrnastarfsemi, svo sem: vessaþurrð, alvarlega sýkingu , lost, joðskuggaefni sem gefin hafa verið í æð
- bráðan eða langvinnan sjúkdóm sem getur valdið súrefnisskorti í vefjum, svo sem: hjarta- eða öndunarfærabilun, nýlegt hjartadrep, lost
- skerta lifrarstarfsemi
- bráða áfengiseitrun, áfengissýki
- barn á brjósti
Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- A10BD - Blóðsykurslækkandilyf til inntöku, í blöndum
- Virkt innihaldsefni
- Sitagliptín og metformín hýdróklóríð
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 900/1050
- Magn
- 56 stk. og 196 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá