Sínex 5 mg / 5 ml saft
Sínex
Sínex tilheyrir flokki lyfja sem draga úr seigju slíms í öndunarvegi, nefi og berkjum.
Sínex er notað til meðhöndlunar á sjúkdómum í berkjum sem orsakast af seytingu seigfljótandi slíms: bráð og langvinn berkjubólga, barkabólga og barka- og berkjubólga (tracheobronchitis), langvinnir sjúkdómar í lungum og berkjum, bráð og langvinn bólga í nefskútum (skútabólga). Sínex inniheldur engan sykur og hentar því til notkunar hjá sykursjúkum.
Virkt efni: 5 ml af saft inniheldur 5 mg af brómhexín hýdróklóríði
180 ml glerglas með barnaöryggisloki ásamt mæliglasi með mælibikar
Ábendingar:
- Bráð berkjubólga, barka- og berkjubólga, langvinn berkjubólga
- Langvinnir berkju- og lungnateppu sjúkdómar, berkjuskúlk
- Bráð skútabólga, langvinn skútabólga
- Til meðferðar við glæru- og tárusiggi (Sjögrensheilkenni).
- Saftin er sykurlaus og hentar því sykursjúkum.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
- Ekki ætlað börnum yngri en 2 ára.
Notkunarupplýsingar:
Ráðlagður skammtur er:
Fullorðnir og börn eldri en 15 ára:
- 15 ml, 3svar sinnum á dag.
Börn:
- Börn á aldrinum 10 til 15 ára: 10 ml, 3svar sinnum á dag.
- Börn á aldrinum 5 til 10 ára: 5 ml, 3svar sinnum á dag.
- Börn á aldrinum 2 til 5 ára: 2 ml, 3svar sinnum á dag.
Sínex er ekki ætlað til notkunar hjá börnum yngri en 2 ára
Sínex þolist vel og er því hægt að nota í langvinnum tilfellum í lengri tíma án skaðlegra áhrifa. Hins vegar ættir þú ekki að nota Sínex lengur en 7 daga í röð án samráðs við lækni.
Varúð:
Lyfið inniheldur alkóhól (etanól). Ekki skal nota þetta lyf við langvarandi eða krónískum hósta. Ekki er mælt með samhliða notkun með öðrum hóstastillandi lyfjum.
LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- Saft
- Virkt innihaldsefni
- Brómhexín
- Lyfjaform
- Mixtúra
- Styrkleiki
- 5 mg/5 ml
- Magn
- 180
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.