Simvastatin Alvogen

Simvastatín Alvogen inniheldur virka efnið simvastatín. Simvastatín tilheyrir flokki lyfja sem kallast statín. Simvastatín verkar á þann hátt að það dregur úr magni heildarkólesteróls, „slæms“ kólesteróls (LDL kólesteróls) og ákveðinna fituefna sem kallast þríglýseríð í blóðinu. Auk þess eykur simvastatín þéttni „góðs“ kólesteróls (HDL kólesteróls). Kólesteról er eitt af mörgum fituefna sem finnast í blóðinu. Heildarmagn kólesteróls í blóðinu skiptist aðallega í LDL og HDL kólesteról. LDL kólesteról er oft kallað „slæmt“ kólesteról vegna þess að það getur safnast upp í veggjum slagæða og myndað fituútfellingar. Með tímanum geta þessar fituútfellingar safnast upp og valdið því að slagæðar þrengjast. Þegar þetta gerist getur það hægt á eða hindrað blóðflæði til mikilvægra líffæra eins og hjarta og heila. Ef blóðflæði er hindrað getur það valdið hjartaáfalli eða slagi. HDL kólesteról er oft kallað „gott“ kólesteról vegna þess að það hjálpar til við að hindra að slæma kólesterólið safnast upp í slagæðunum og hefur verndandi áhrif gegn hjartasjúkdómum. Þríglýseríð er annað form finuefna í blóðinu og getur aukið hættu á hjartasjúkdómum.

Sýnt hefur verið fram á að simvastatín lækkar LDL-kólesterólgildi, bæði þegar LDL-kólesteról er í eðlilegu magni og þegar það er hækkað. LDL er myndað úr VLDL og er fyrst og fremst brotið niður fyrir tilstilli LDL-viðtakans sem hefur mikla sækni í það. Verkunarháttur simvastatíns við að lækka LDL-kólesteról getur verið bæði að draga úr þéttni VLDL-kólesteróls og að virkja LDL-viðtakann, sem dregur úr myndun og eykur niðurbrot LDL-kólesteróls. Apólípóprótein B lækkar einnig verulega meðan á simvastatín meðferð stendur. Auk þess eykur simvastatín HDL-kólesteról og minnkar þríglýseríð í plasma. Niðurstaða þessara breytinga er sú að hlutföll heildarkólesteróls/HDL-kólesteróls og LDL-kólesteróls/HDL-kólesteróls lækka

Þú átt að vera á fituskertu mataræði á meðan lyfjagjöf með þessu lyfi stendur.

Ábendingar:

Kólesterólhækkun

  • Meðferð gegn kólesterólhækkun af óþekktum orsökum (primary hypercholesterolaemia) eða ýmsum blönduðum blóðfituvandamálum (mixed dyslipidaemia) til viðbótar við sérstakt mataræði, þegar svörun við mataræðinu og öðrum úrræðum en lyfjameðferð (t.d. líkamsrækt, lækkun líkamsþyngdar) er ekki viðunandi.
  • Meðhöndlun arfhreinnar arfgengrar kólesterólhækkunar til stuðnings ákveðnu mataræði og annarri blóðfitulækkandi meðferð (t.d. LDL blóðhreinsun (apheresis)) eða ef slík meðferð á ekki við.

Til varnar gegn sjúkdómum í hjarta og æðakerfi

  • Lækkun dánar- og sjúkdómstíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma hjá sjúklingum með greinilegan æðakölkunarsjúkdóm eða sykursýki, með annað hvort eðlileg eða hækkuð kólesterólgildi, sem stuðningur við ráðstafanir gegn öðrum áhættuþáttum og aðra meðferð til verndar hjartanu

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • Virkur lifrarsjúkdómur, eða viðvarandi hækkun á transamínösum af óþekktum orsökum
  • Meðganga og brjóstagjöf
  • Samhliða notkun virks CYP3A4 hemils (efni sem auka AUC u.þ.b. fimmfalt eða meira) (t.d. ítrakónazóls, ketókónazóls, posakónazóls, vorikónazóls, HIV próteasahemla (t.d. nelfinavírs), boceprevír, telaprevír, erýtrómýcíns, claritrómýcíns, telitrómýcíns, nefazódóns og lyfja sem innihalda cobisistat)
  • Samhliða notkun gemfíbrózíls, ciklósporíns eða danazóls
  • Hjá sjúklingum með arfhreina arfgenga kólesterólhækkun, samhliða notkun lomitapíðs og >40 mg skammta simvastatíns

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
C10AA - HMG-CoA redúktasahemlar
Virkt innihaldsefni
Simvastatín
Lyfjaform
Filmuhúðaðar töflur
Styrkleiki
20, 40 mg
Magn
98, 100 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

SIM.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
04957920 mg98 stk.
57027240 mg100 stk.