Selexid
Selexid töflur innihalda virka efnið pivmecillinam, sem er forlyf virka sýklalyfsins mecillinams. Það hefur aðallega virkni gegn Gram-neikvæðum bakteríum og verkar með því að hindra nýmyndun frumuveggja bakteríunnar. Það er aðeins að hluta til krossónæmi fyrir öðrum penicillínum. Við samhliða gjöf með ampicillíni eða cefalosporíni getur verkunin aukist mikið.
Ábendingar:
- Þvagfærasýkingar og salmónellusýkingar af völdum baktería sem eru næmar fyrir mesillinami.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- Ofnæmi fyrir penisillínum eða cefalósporínum.
- Allir sjúkdómar sem valda hindrun á flæði um vélinda.
- Arfgengir efnaskiptasjúkdómar sem vitað er að leiði til alvarlegs karnitínskorts, svo sem galli í flutningi karnitíns, þvagsýring vegna metýlmalóniksýru og blóðsýring vegna própíónsýru.
Markaðsleyfishafi: Karo Pharma AB
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- J01CA - Breiðvirk penicillín
- Virkt innihaldsefni
- Pívmecillínam
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 200, 400 mg
- Magn
- 15, 20 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá
SEL.R.2021.0001.01