Rizatriptan Alvogen

Rizatriptan Alvogen inniheldur virka efnið rizatriptan. Það er í flokki lyfja sem nefnast sértæk 5-HT11B/1D viðtakaörvandi efni og er notað til að meðhöndla höfuðverk vegna mígrenikasts hjá fullorðnum. Áhrif rizatriptans í meðferð á mígreni gæti byggst á örvun 5-HT1B og 5-HT1D viðtaka sem eru á æðum utan á heilanum, og á skyntaugum frá þrenndartauginni, sem liggja til þessara æða. Æðarnar eru taldar víkka út í mígrenikasti og veldur það sársauka. Virkjun þessara 5-HT1B og 5-HT1D viðtaka getur leitt til samdráttar æðanna og til hömlunar á losun taugaboðefna. Þetta leiðir til minni bólgu og færri sársaukaboða um þrenndartaugina til heilans.

Ábendingar:

  • Bráð meðferð við höfuðverk tengdum mígreniköstum, með eða án fyrirboða fyrir fullorðna

Frábendingar:

  • Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • Samhliðanotkun mónóamínoxidasa (MAO) hemla eða notkun innan tveggja vikna frá því að meðferð með MAO hemli er hætt
  • Rizatriptan má ekki gefa sjúklingum með alvarlega lifrarbilun eða alvarlega nýrnabilun. Rizatriptan má ekki gefa sjúklingum sem hafa fengið heilablóðfall (CVA, cerebrovascular accident) eða tímabundna blóðþurrð í heila (TIA, transient ischemic attack)
  • Hár blóðþrýstingur, meðalhár eða verulegur, einnig ómeðhöndlaður vægur háþrýstingur. Staðfestur kransæðasjúkdómur, þ.á m. blóðþurrðarsjúkdómar (hjartaöng, fyrra hjartadrep eða staðfest einkennalaus blóðþurrð), einkenni um blóðþurrðarhjartasjúkdóm eða Prinzmetals hjartaöng
  • Útæðasjúkdómar.
  • Samhliðanotkun rizatriptan og ergótamín, ergotafleiða (þar með talið methysergide), eða annarra örva 5-HT1B/1D viðtaka

Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.

Ítarupplýsingar

Tegund lyfs
N02CC - Mígrenilyf, sérhæfð serótónínvirk lyf (5-HT1-viðtaki)
Virkt innihaldsefni
Rizatriptan
Lyfjaform
Munndreifitöflur
Styrkleiki
5, 10 mg
Magn
6 stk.

Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá

RIZ.R.2021.0001.01

Pakkningar

VörunúmerStyrkurMagn
5816615 mg6 stk.
18840510 mg6 stk.