Ríflúxín 680/80 mg 24 stk, 48 stk og 96 stk

Ríflúxín

Lausasölu lyf til meðferðar á brjóstsviða og tengdum einkennum, t.d. magaóþægindum og sýrubakflæði.

  • Inniheldur kalsíum- og magnesíum karbonat
  • Tuggutöflur
  • Sykurlausar
  • Piparmyntubragð
  • Fyrir 12 ára og eldri

Ríflúxín er sýrubindandi tafla með myntubragði sem hlutleysir magasýru í líkamanum.

Ábending: Til meðferðar við brjóstsviða og tengdum einkennum.

Lyfjagjöf: Töflur sem skal sjúga eða tyggja.

Ráðlagður skammtur er:

Fullorðnir og unglingar (eldri en 12 ára):

  • 1-2 töflur, í tilfelli brjóstsviða og tengdra einkenna (talin upp í kafla 1), helst 1 klukkustund eftir máltíð og fyrir svefn. Ekki taka fleiri en 11 töflur á sólarhring.

Forðastu að taka þetta lyf með miklu magni af mjólk eða mjólkurvörum.

Þú verður að leita til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga. Forðastu langtímanotkun lyfsins.

Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið má nota á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur ef það er tekið samkvæmt leiðbeiningum, en forðast skal langtímanotkun stærri skammta. Þungaðar konur ættu að takmarka notkun lyfsins við ráðlagða hámarks dagsskammta.

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Kalsíumkarbónat/magnesíumkarbónat
Lyfjaform
Tuggutöflur
Styrkleiki
680 mg/80 mg
Magn
24 stk, 48 stk og 96 stk

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

RIF.L.A.2024.0003.01

Netverslun

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.