Remurel
Remurel inniheldur virka efnið glatíramerasetat. Ekki er að fullu ljóst með hvaða hætti glatíramerasetat verkar á MS-sjúklinga með versnandi form, en talið er að það gerist með því að móta ónæmisferla. Það hefur áhrif á starfsemi ónæmiskerfis líkamans og er flokkað sem ónæmistemprandi lyf. Talið er að einkenni MS stafi af galla í ónæmisvörnum líkamans. Staðbundnir bólgublettir myndast í heilanum og mænunni. Remurel er notað til að fækka köstum vegna MS (versnandi). Ekki hefur verið sýnt fram á að lyfið gagnist þeim sem eru með heila- og mænusigg án kasta eða fá nánast engin köst. Óvíst er hvort Remurel hefur áhrif á hversu lengi MS köstin standa yfir eða hversu slæm þau verða.
Ábendingar:
- Glatíramerasetat er ætlað til meðferðar á heila- og mænusiggi (multiple sclerosis (MS)) með köstum (relapsing forms of multiple sclerosis). Glatíramerasetat er ekki ætlað til notkunar við síversnunarformi sjúkdómsins (primary or secondary progressive MS).
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
Markaðsleyfishafi: Zentiva k.s.*
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- L03 - ÓNÆMISÖRVANDI LYF
- Virkt innihaldsefni
- Glatíramerasetat
- Lyfjaform
- Stungulyf, lausn í áfylltri sprautu
- Styrkleiki
- 20 mg/ml og 40 mg/ml
- Magn
- 28 stk. og 12 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá