Quetiapine Alvogen
Quetiapine Alvogen inniheldur virka efnið quetiapin. Það tilheyrir flokki lyfja sem nefnast geðrofslyf. Quetiapin og virka umbrotsefnið í plasma hjá mönnum, norquetiapin, milliverka við ýmsa viðtaka taugaboðefna. Quetiapin og norquetapin hafa sækni í serótónín viðtaka (5HT2) og dópamín D1- og D2- viðtaka í heila. Þessi samsetning á viðtakablokkun með meiri sækni í 5HT2 en D2 viðtaka er talin eiga þátt í klínískt sefandi eiginleikum quetiapins og lágri tíðni utanstrýtu aukaverkana samanborið við dæmigerð geðrofslyf.
Ábendingar:
Quetiapin er ætlað sem:
Meðferð við geðklofa
Meðferð við geðhvarfasýki:
- Meðferð við miðlungi miklum til alvarlegum oflætislotum í geðhvarfasýki
- Meðferð við alvarlegum þunglyndislotum í geðhvarfasýki
- Til að fyrirbyggja endurkomu oflætis- eða þunglyndislotu hjá sjúklingum með geðhvarfasýki sem hafa áður svarað meðferð með quetiapini
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- Ekki má nota cytochrom P450 3A4 hemla, svo sem HIV-próteasa hemla, azól-sveppalyf, erythromycin, clarithromycin og nefazodon, samhliða quetiapini
Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- N05A -GEÐROFSLYF (ANTIPSYCHOTICS)
- Virkt innihaldsefni
- Quetíapín
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 25 mg
- Magn
- 100 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá