SureSign
Próf til greiningar á þvagfærasýkingu (Urinari track infection test)
Próf til greiningar á þvagfærasýkingu Prófið er fyrir þáttagreiningu á eftirfarandi efnum í þvagi: hvítkornum og nítríti. Jákvætt próf fyrir hvítum blóðkornum (Leucocytes) sýnir fram á nærveru hvítra blóðkorna í þvagi og tengist gjarnan við sýkingu. Við efnaskipti mynda ákveðnar bakteríur nítrít. Jákvætt próf fyrir nítrítum í þvagi getur því verið merki um þvagfærasýkingu.
Þvagfærasýking er algengasti sjúkdómurinn í þvagfærum. Allir geta fengið þvagfærasýningu, konur, karlar og börn. Það eru aðallega konur sem þjást af þvagfærasýkingu, þar sem stutt þvagrás auðveldar aðgang sýkla. Hins vegar fá eldri karlmenn einnig þvagfærasýkingar þar sem stækkaður blöðruhálskirtill getur hindrað þvagflæði. Einkennin eru fjölbreytt en algengustu einkennin eru: brunatilfinning þegar þvagblaðra er tæmd eða mikil þörf fyrir þvaglát. Þvagið getur einnig verið skýjað eða haft sterka lykt.
Vinsamlegast lesið fylgiseðilinn vandlega áður en prófið er framkvæmt og fylgið leiðbeiningum skref fyrir skref. Ef leiðbeiningum er ekki fylgt getur það valdið röngum niðurstöðum. Sjá nánar takmarkanir í fylgiseðli.
Framkvæmd prófsins er auðveld. þvagsýni er safnað í plastílát eða glas og prófstrimli dýft ofan í. Niðurstöður eru lesnar eftir 2 mínútur. (Ekki lesa niðurstöður eftir 3 mínútur). Lesið niðurstöður í sitthvoru lagi fyrir hvort efnið. Berið saman prófsvæðin við litaspjaldið sem fylgir prófinu.
Það sem fylgir prófinu: Prófstrimlar, litaspjald og fylgiseðill.