SureSign

Próf til greiningar á þvagfærasýkingu (Urinari track infection test)

Próf til greiningar á þvagfærasýkingu (Urinary Tract Infections Test) Prófið er fyrir þáttagreiningu á eftirfarandi efnum í þvagi: hvítkornum og nítríti. Jákvætt próf fyrir hvítum blóðkornum (Leucocytes) sýnir fram á nærveru hvítra blóðkorna í þvagi sem tengist gjarnan þvagfærasýkingu. Við efnaskipti mynda ákveðnar bakteríur nítrít. Jákvætt próf fyrir nítrítum í þvagi getur því verið merki um þvagfærasýkingu.

Þvagfærasýking er algengasti sjúkdómurinn í þvagfærum. Allir geta fengið þvagfærasýningu, konur, karlar og börn. Það eru aðallega konur sem þjást af þvagfærasýkingu, þar sem stutt þvagrás auðveldar aðgang sýkla. Hins vegar fá eldri karlmenn einnig þvagfærasýkingar þar sem stækkaður blöðruhálskirtill getur hindrað þvagflæði. Einkennin eru fjölbreytt en algengustu einkennin eru: brunatilfinning þegar þvagblaðra er tæmd eða mikil þörf fyrir þvaglát. Þvagið getur einnig verið skýjað eða haft sterka lykt.

Framkvæmd prófsins er auðveld.

  • ATHUGIÐ: Ráðlagt er að safna þvagi fyrir prófið snemma morguns, því þá er það sterkast. Þvagið sem er notað í prófið má ekki komast í snertingu við vatn úr klósettinu, sótthreinsandi efni eða önnur hreinsiefni.
  • Aðeins fyrir konur: Ekki skal framkvæma prófið á meðan eða þremur dögum eftir tíðarblæðingar. Þvagið má ekki smitast með leggangavökva þar semþað getur truflað niðurstöður.
  • Þvagsýni er safnað í hreint gler- eða plastílát og prófstrimli dýft ofan í. Niðurstöður eru lesnar eftir 2 mínútur. (Ekki lesa niðurstöður eftir 3 mínútur). Lesið niðurstöður í sitthvoru lagi fyrir hvort efnið. Berið saman prófsvæðin við litaspjaldið sem fylgir prófinu.

Það sem fylgir prófinu: Prófstrimlar, litaspjald og fylgiseðill.

Varúðarráðstafanir:

Vinsamlegast lestu allar upplýsingarnar í fylgiseðli áður en þú framkvæmir prófið.

  • Aðeins til sjálfsprófunar in vitro.
  • Geymið á þurrum stað við 4-30°C (39.2-86°F), forðist rök svæði.
  • Notið ekki ef álpokinn er rifinn eða skemmdur.
  • Notið aðeins hreint ílát sem ekki er mengað af hreinsiefnum til að safna þvagsýninu..
  • Geymið þar sem börn hvorki ná ekki til né sjá.
  • Notið ekki eftir fyrningardagsetningu.
  • Fylgið tilteknum tíma nákvæmlega.
  • Notið prófið aðeins einu sinni. Takið ekki í sundur og snertið ekki prófsvæðin á strimlunum.
  • Aðeins til útvortis notkunar. Takið ekki inn.
  • Farga skal prófinu eftir notkun samkvæmt gildandi reglum á hverjum stað fyrir sig.
  • Ef erfitt er að greina litina (t.d. vegna litblindu), leitið hjálpar við að lesa út úr prófinu.

Takið ekki mikilvægar læknisfræðilegar ákvarðanir án þess að ræða við lækni fyrst.

Sjálfsprófin eru lækningatæki - virkni sönnuð með klínískum prófunum.

Vinsamlegast lesið fylgiseðilinn vandlega áður en prófin eru framkvæmd. Ef leiðbeiningum er ekki fylgt getur það valdið röngum niðurstöðum. Sjá nánar um takmarkanir í fylgiseðli.

SUR.U.001.02