Aðrar vörur
PoxClin Coolmousse
PoxClin CoolMousse er kælandi líkamsfroða sem dregur úr óþægindum af völdum hlaupabólu. Má einnig nota til að minnka óþægindi sem stafa af útbrotum, skordýrabitum og ofnæmi.
- Dregur samstundir úr kláða, sviða og ertingu í húðinni.
- Kælir, róar og veldur vellíðunartilfinningu í húðinni.
- Styður við náttúrulegan sáragróanda húðarinnar.
- Hjálpar að koma í veg fyrir að börn klóri sér og valdi skemmdum á húðinni.
- Inniheldur eingöngu náttúruleg innihaldsefni.
- Fyrir börn frá 0 ára aldri.
Notkunarleiðbeiningar: Berist mjúklega á húð minnst þrisvar á dag eða eftir þörfum við óþægindum í húð. Einungis til útvortis notkunar. Má nota á skaddaða húð. Geymist í ísskáp til að auka kæliáhrif!
Lækningatæki í flokki IIa.
Innihaldslýsing: vatn, útdráttur úr Aloe Barbadensis, galaktóarabínan, fjölliða úr glúkúrónsýru*, betaín, laureth-9, PEG-40 hert laxerolía, glýserín, natríum coco-glúkósíði, tartarat, pólýglýserýl-10 laurat, fenoxýetanól, etýlhexýlglýcerín, pantenól, allantóín, sítrónusýra, natríum hýdroxíð. *2QR
Varnarorð:
- Ef froðan kemst í snertingu við augu skal skola strax með vatni. Ef ertingin verður viðvarandi skaltu hafa samband við lækni.
- Ekki nota vöruna ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna
- Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá
Hvað er hlaupabóla?
Hlaupabóla er sjúkdómur sem orsakast af veirunni Varicella-Zoster.
Sjúkdómurinn varir í um 7-10 daga hjá börnum og lengur hjá fullorðnum.
Yfirleitt er sjúkdómurinn vægur og einkennist af útbrotum, einkum á bol og í andliti. Oft verður vart við slappleika og vægan hita í 1-2 daga áður en útbrot koma fram. Hitinn varir áfram í 2-3 daga samhliða útbrotunum. Útbrotin byrja sem litlar rauðar bólur sem verða að vessafylltum blöðrum. Önnur einkenni eru höfuðverkur, lystarleysi og særindi í hálsi.
Útbrotunum fylgir oft mikill kláði og hætta er á að bakteríusýking berist í þau.
Hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur.
PoxClin fæst í næsta apóteki
POX.001.02