Ekónazól 1%

Pevaryl

Lausasölulyf til meðferðar við sveppasýkingu í húð.

  • Pevaryl krem hentar vel til meðferðar við öllum húðsveppasýkingum án tillits til tegundar eða staðsetningar.
  • Nota má Pevaryl krem við sýkingum á sérstaklega viðkvæmum húðsvæðum.

Ábending: Pevaryl er notað til meðferðar við sveppasýkingum í húð hjá fullorðnum og börnum 10 ára og eldri.

Notkunarleiðbeiningar: Fyrir meðferð við fótsvepp skal þvo og þurrka fæturna vandlega. Nota skal skó og sokka sem hleypa lofti í gegn. Nuddið kreminu gætilega á sýkt húðsvæði að morgni og að kvöldi. Halda skal meðferðinni áfram í 2 vikur eftir að einkenni eru horfin. Ekki skal meðhöndla börn yngri en 10 ára nema að ráði læknis.

Við sýkingar á höndum er mælt með að lyfið sé borið á eftir hvern handþvott. Pevaryl litar hvorki föt né húð og það má þvo af með sápu og vatni.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Ekónazól
Lyfjaform
Krem
Styrkleiki
10 mg/g (1%)
Magn
30 g

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

PEV.L.A.2021.0008.01

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.