Ekónazól 150 mg/1%
Pevaryl
Lausasölulyf til meðferðar við sveppasýkingu í leggöngum.
- Inniheldur 3 skeiðarstíla og 15 g af kremi.
- 3ja daga verkun.
- Staðbundin verkun.
Ábending: Pevaryl er notað við sveppasýkingum í leggöngum.
Notkunarleiðbeiningar: Setjið skeiðarstílinn hátt í leggöng (með oddmjóa hlutann á undan) að kvöldi fyrir svefn, 3 daga í röð. Berið kremið á í kringum leggangaop og/eða á skapabarmana 2-3 sinnum á dag þar til óþægindin eru horfin og í 3 daga til viðbótar.
Athugið að einnig getur þurft að meðhöndla maka.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga
LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.
Ítarupplýsingar
- Virkt innihaldsefni
- Ekónazól
- Lyfjaform
- Skeiðarstíll og krem
- Styrkleiki
- 150 mg stíll og 10 mg/g (1%) krem
- Magn
- 3x 150 mg stíll og 15 g krem
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.