Parasetamól 250 mg
Paracet 250 mg
Lausasölulyf til meðferðar við hita og verkjum hjá börnum.
- Munndreifitöflur.
- Má nota frá 2 ára aldri ef barnið hefur náð 13 kg þyngd.
Ábending: Til skammtímameðferðar við hita, t.d. vegna kvefs og inflúensu, og við vægum til miðlungs alvarlegum verkjum, t.d. höfuðverk, tannverk, tíðaverkjum, vöðvaverkjum og liðverkjum. Notað til að koma í veg fyrir fylgikvilla hás hita, langvarandi höfuðverkja og vöðva- og liðvandamála undir eftirliti læknis.
Lyfjagjöf: Til inntöku. Hjá börnum yngri en 3 ára skal leysa munndreifitöflurnar upp í teskeið af vatni eða mjólk til að forðast það að brot úr töflunni berist í öndunarveg. Notið ekki ávaxtasafa þar sem þeir geta valdið beisku bragði. Hjá börnum eldri en 3 ára má leysa munndreifitöflurnar upp í munni. Hjá fullorðnum einstaklingum með alvarlega lifrarbilun, skorpulifur, langvarandi vannæringu eða samhliða langvarandi áfengismisnotkun, á skammtur parasetamóls á sólarhring ekki að fara yfir 2 g
- Börn 13-25 kg (2-7 ára): 1 munndreifitafla allt að 4 sinnum á sólarhring. Á milli skammta skulu líða að lágmarki 4 til 6 klst.
- Börn 26-39 kg (7-12 ára): 2 munndreifitöflur allt að 4 sinnum á sólarhring. Á milli skammta skulu líða að lágmarki 4 til 6 klst.
Hafa skal samband við lækni ef um háan hita er að ræða.
Hafðu samband við lækni ef einkenni versna eða ef hiti eða verkur eða batnar ekki eftir 3 daga. Paracet á ekki að nota lengur en í 3 daga hjá börnum yngri en 18 ára nema læknir hafi ráðlagt það.
Ekki gefa stærri skammt en ráðlagt er, þar sem það eykur hættuna á alvarlegum lifrarskemmdum.
Nota skal lægsta virka skammt og í eins stuttan tíma og hægt er.
Ítarupplýsingar
- Virkt innihaldsefni
- Parasetamól
- Lyfjaform
- Munndreifitöflur
- Styrkleiki
- 250 mg
- Magn
- 12 stk
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.