Parasetamól 60 og 125 mg

Paracet

Lausasölulyf til meðferðar við hita og verkjum hjá börnum.

  • Endaþarmsstíll.
  • Má nota frá 0 ára aldri ef barnið hefur náð 3 kg þyngd.

Ábending: Til skammtímameðferðar við hita t.d. vegna kvefs og inflúensu og vægum til miðlungsalvarlegum verkjum, t.d. höfuðverk, tannverk, tíðaþrautum, vöðvaverkjum og liðverkjum. Undir eftirliti læknis til varnar gegn fylgikvillum hás hita, langvarandi höfuðverkjum og vöðva- og liðvandamálum.

Notkunarleiðbeiningar:

Hjá börnum er almennt mælt með stökum skammti u.þ.b. 15 mg/kg. Venjulegur ráðlagður skammtur er 45 mg/kg á sólarhring, hámarksskammtur á sólarhring er 60-75 mg/kg.

Börn 3-6 kg (0-4 mánaða): Einn 60 mg endaþarmsstíll 3 sinnum á sólarhring.

Börn 6-12 kg (4 mánaða-1½ árs): Einn 125 mg endaþarmsstíll 3 sinnum á sólarhring.

Endaþarmsstílum skal stinga í endaþarm.

ATH. ekki má brjóta eða skipta stílnum.

Paracet má ekki nota samfellt lengur en í 48 tíma fyrir börn nema það sé ráðlagt af lækni. Notið ekki stærri skammta en ráðlagt er þar sem það getur valdið alvarlegum lifrarskemmdum

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Parasetamól
Lyfjaform
Endaþarmsstíll
Styrkleiki
60 og 125 mg
Magn
10 stk

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

PAR.L.A.2021.0007.02

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.