Múkósín 200 mg & 600 mg

Múkósín

Lausasölulyf sem leysir og hreyfir við slími á berkjusvæðinu.

  • Freyðitöflur.
  • Fyrir 5 ára eldri.

Ábending: Slímleysandi lyf.

Lyfjagjöf: Töfluna á að taka eftir máltíð, leysta upp í glasi af vatni. Slímleysandi áhrif acetýlcysteins eru örvuð með því að drekka mikið af vökva.

200 mg freyðitöflur:

  • Fyrir fullorðna og unglinga eldri en 14 ára: 400-600 mg á sólarhring, í einum skammti eða skipt niður í 2-3 skammta.
  • Fyrir börn eldri en 5 ára 200-400 mg á sólarhring, skipt niður í 1-2 skammta.
  • Ef notað sem meðferð við slímseigjusjúkdómi: Fyrir börn eldri en 6 ára 600 mg á sólarhring, skipt niður í 3 skammta.
  • Hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm sem eru þyngri en 30 kg að líkamsþyngd má hækka skammtinn í 800 mg á sólarhring.

600 mg freyðitöflur:

  • Fyrir fullorðna og unglinga eldri en 14 ára: 600 mg á sólarhring í einum skammti.

Ef um bráða öndunarfærasjúkdóma er að ræða skal meðferðarlengd vera 5-7 dagar. Ef um langvarandi öndurfærasjúkdóma er að ræða er mælt með langtímameðferð.

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Acetýlcystein
Lyfjaform
Freyðitöflur
Styrkleiki
200 mg og 600 mg
Magn
24 stk og 12 stk

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

MUK.L.A.2024.0005.01

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.