Múkósín 200 mg & 600 mg
Múkósín
Lausasölulyf sem leysir og hreyfir við slími á berkjusvæðinu.
- Freyðitöflur.
- Fyrir 5 ára eldri.
Ábending: Slímleysandi lyf.
Lyfjagjöf: Töfluna á að taka eftir máltíð, leysta upp í glasi af vatni. Slímleysandi áhrif acetýlcysteins eru örvuð með því að drekka mikið af vökva.
200 mg freyðitöflur:
- Fyrir fullorðna og unglinga eldri en 14 ára: 400-600 mg á sólarhring, í einum skammti eða skipt niður í 2-3 skammta.
- Fyrir börn eldri en 5 ára 200-400 mg á sólarhring, skipt niður í 1-2 skammta.
- Ef notað sem meðferð við slímseigjusjúkdómi: Fyrir börn eldri en 6 ára 600 mg á sólarhring, skipt niður í 3 skammta.
- Hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm sem eru þyngri en 30 kg að líkamsþyngd má hækka skammtinn í 800 mg á sólarhring.
600 mg freyðitöflur:
- Fyrir fullorðna og unglinga eldri en 14 ára: 600 mg á sólarhring í einum skammti.
Ef um bráða öndunarfærasjúkdóma er að ræða skal meðferðarlengd vera 5-7 dagar. Ef um langvarandi öndurfærasjúkdóma er að ræða er mælt með langtímameðferð.
LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.
Ítarupplýsingar
- Virkt innihaldsefni
- Acetýlcystein
- Lyfjaform
- Freyðitöflur
- Styrkleiki
- 200 mg og 600 mg
- Magn
- 24 stk og 12 stk
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
MUK.L.A.2024.0005.01