Montelukast ratiopharm
Montelukast ratiopharm inniheldur virka efnið montelúkast. Montelukast er leukotríenviðtakahemill, sem hamlar áhrifum efna sem nefnast leukotríen. Leukotríen valda þrota og þrengingu í öndunarvegi í lungum og valda einnig ofnæmiseinkennum. Með hömlun leukotríena dregur Montelukast ratiopharm úr einkennum astma, tekur þátt í að hafa stjórn á astma og dregur úr einkennum árstíðabundins ofnæmis (einnig þekkt sem ofnæmiskvef og árstíðabundin ofnæmisbólga í nefi).
Ábendingar:
Töflur:
- Montelukast er ætlað til meðferðar við astma sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum, 15 ára og eldri, sem hafa vægan eða miðlungi mikinn viðvarandi astma, þegar meðferð með barksterum til innöndunar er ekki fullnægjandi og þegar notkun stuttverkandi β-örva „eftir þörfum” veitir ekki fullnægjandi klíníska meðferð við astma. Hjá þeim astmasjúklingum, þar sem montelukast er ávísað við astma, getur montelukast einnig dregið úr einkennum árstíðarbundinnar ofnæmisbólgu í nefi.
- Montelukast er einnig ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar við astma hjá sjúklingum, 15 ára og eldri, þegar aðallega er um berkjusamdrátt við áreynslu að ræða
Tuggutöflur:
- Montelukast er ætlað til meðferðar við astma, sem viðbótarmeðferð hjá 2-5 ára sjúklingum sem hafa vægan eða miðlungi mikinn viðvarandi astma, þegar meðferð með barksterum til innöndunar er ekki fullnægjandi og þegar notkun stuttverkandi β-örva „eftir þörfum” veitir ekki fullnægjandi klíníska meðferð við astma.
- Montelukast er einnig meðferðarkostur, í stað lágskammta barkstera til innöndunar, fyrir 2-5 ára sjúklinga með vægan viðvarandi astma, sem ekki hafa nýlega sögu um alvarleg astmaköst sem kröfðust meðferðar með barksterum og sýnt hefur verið fram á að geta ekki notað barkstera til innöndunar.
- Montelukast er einnig ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar á astma frá 2 ára aldri þegar aðallega er um berkjusamdrátt við áreynslu að ræða.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
Markaðsleyfishafi: Teva Sweden AB.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- R03DC - Leukotríen viðtakablokk
- Virkt innihaldsefni
- Montelúkast
- Lyfjaform
- Tuggutöflur, filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 4, 5, 10 mg
- Magn
- 98 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá
MON.R.2021.0001.02