Metoprolol Alvogen
Metoprolol Alvogen inniheldur virka efnið metóprólól. Metoprolol Alvogen tilheyrir flokki lyfja sem kallast beta-blokkar. Metóprólól minnkar áhrif streituhormóna á hjartað í tengslum við líkamlegt og andlegt álag. Þetta veldur því að hjartað slær hægar (hraði púlsins minnkar). Meðferð með metoprololi dregur úr áhrifum katekólamína í tengslum við líkamlegt og andlegt álag og veldur lægri hjartsláttartíðni, minna mínúturúmmáli hjartans og lægri blóðþrýstingi. Við streitu, sem fylgir aukin losun adrenalins frá nýrnahettum, hindrar metóprólól ekki eðlilega lífeðlisfræðilega æðavíkkun. Í ráðlögðum skömmtum hefur metoprolol minni áhrif til samdráttar á berkjuvöðva en ósértækir beta-blokkar. Þessi eiginleiki auðveldar meðferð með metoprololi ásamt beta 2-viðtakaörvum hjá sjúklingum með berkjuastma eða aðra alvarlega teppusjúkdóma.
Ábendingar:
Fullorðnir:
- Stöðug, langvinn hjartabilun með einkennum og skertri slagbilsvirkni í vinstri slegli.
- Háþrýstingur.
- Hjartaöng.
- Til að fyrirbyggja dauðsföll af völdum hjartasjúkdóma og endurtekið drep eftir bráðafasa hjartadreps.
- Hjartsláttartruflanir, einkum ofansleglahraðtaktur, lækkun á sleglatíðni í gáttatifi og við aukaslög í sleglum.
- Hjartsláttarónot þegar ekki er um vefræna hjartasjúkdóma að ræða.
- Fyrirbyggjandi meðferð gegn mígreni.
Börn og unglingar (6-18 ára):
- Meðferð við háþrýstingi.
Frábendingar:
- Ofnæmi fyrir virka/virku efninu/efnunum eða einhverju hjálparefnanna
- Hjartalost.
- Heilkenni sjúks sínushnútar.
- Gáttasleglarof af annarri og þriðju gráðu.
- Sjúklingar með hvikula hjartabilun sem ekki hefur tekist að meðhöndla (lungnabjúg, lítið gegnumflæði blóðs (hypoperfusion) eða lágþrýsting) og sjúklingar sem eru í samfelldri eða slitróttri meðferð með beta-viðtaka örvun til að auka samdráttarhæfni hjartans.
- Hægsláttur eða lágþrýstingur með einkennum.
- Sjúklingar sem grunur leikur á að séu með brátt hjartadrep, með hjartsláttartíðni <45 slög/mínútu, P-Q bil >0,24 sekúndur eða slagbilsþrýsting <100mmHg
- Hjá sjúklingum með hjartabilun skal endurmeta sjúklinga með endurtekinn slagbilsþrýsting undir 100 mmHg í liggjandi stöðu áður en meðferð er hafin.
- Alvarlegur sjúkdómur í útæðum ásamt drepi í holdi.
Markaðsleyfishafi: Alvogen ehf.
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- C07AB - Beta-viðtakablokkar, sértækir
- Virkt innihaldsefni
- Metóprólól
- Lyfjaform
- Forðatöflur
- Styrkleiki
- 23,75, 47,5, 95, 190 mg
- Magn
- 100 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá