SureSign
SureSign - Ultra early þungunarpróf 2 stk.
Snemmbúið þungunarpróf sem mælir styrk þungunarhormóns (hCG) í þvagi með 99% nákvæmni.
- Þú getur tekið prófið allt að 6 dögum fyrir áætlaðan dag blæðinga. Prófið er hinsvegar nákvæmast á fyrsta degi áætlaðra blæðinga.
- Niðurstöður fást á um 3 mínútum.
- Einfalt í notkun og aflestri.
- Hægt er að taka prófið á öllum tímum sólarhrings en morgunþvagið gefur oft skýrustu niðurstöðuna.
Varnarorð:
Mikilvægt: lestu niðurstöður innan 10 mínútna. Eftir þann tíma ættir þú að líta framhjá öllum breytingum á niðurstöðum eða línum sem birtast eftir þann tíma.
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Aðeins til in vitro greiningar.
Ekki til inntöku.
Ekki borða þurrkefnið í pakkningunni.
Þungunarprófið er ekki hægt að nota aftur.
Ekki opna pokann sem inniheldur prófið fyrr en þú ert tilbúin að taka prófið.
Ekki nota ef pokinn er rifinn eða skemmdur.
Fargaðu í heimilissorp.
Mikilvægt er að lesa leiðbeiningar vel fyrir notkun.
Íslenskar leiðbeiningar fylgja.
SUR.UE.001.01