Losatrix
Losatrix inniheldur virka efnið lósartan. Lósartan tilheyrir flokki lyfja sem nefnast angíótensín II viðtakablokkar. Angíótensín II er efni sem er framleitt í líkamanum og binst við viðtaka í æðum sem veldur því að þær þrengjast. Þetta veldur því að blóðþrýstingur hækkar. Losartan kemur í veg fyrir að angíótensín II bindist við þessa viðtaka, sem veldur því að það slaknar á æðunum sem gerir það að verkum að blóðþrýstingurinn lækkar. Losartan hægir á minnkandi nýrnastarfsemi hjá sjúklingum með háan blóðþrýsting og sykursýki af tegund 2.
Ábendingar:
- Meðferð við háþrýstingi (essential hypertension) hjá fullorðnum og börnum og unglingum 6-18 ára.
- Meðferð við nýrnasjúkdómi hjá fullorðnum sjúklingum með háþrýsting og sykursýki af tegund 2, með prótein í þvagi ≥0,5 g/sólarhring, sem hluti af meðferð við háþrýstingi.
- Meðferð við langvinnri hjartabilun hjá fullorðnum sjúklingum þegar meðferð með angíótensín breytiensím (ACE) hemlum er ekki lengur talin henta vegna ósamrýmanleika, sérstaklega hósta eða frábendingar. Ekki er mælt með að skipta yfir í meðferð með lósartani ef náðst hefur jafnvægi hjá sjúklingum með hjartabilun á ACE-hemli. Sjúklingar eiga að hafa útfall vinstri 2 slegils ≤40% og eiga að vera í klínísku jafnvægi og á viðurkenndri meðferð við langvinnri hjartabilun.
- Til að draga úr hættu á heilablóðfalli hjá fullorðnum sjúklingum með háþrýsting og þykknun vinstri slegils, staðfest með hjartalínuriti.
Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Annar og síðasti þriðjungur meðgöngu. Veruleg skerðing á lifrarstarfsemi.
Markaðsleyfishafi: ratiopharm GmbH*
Ítarupplýsingar
- Tegund lyfs
- C09CA - Angítótensón II blokkar, einir sér
- Virkt innihaldsefni
- Lósartan
- Lyfjaform
- Filmuhúðaðar töflur
- Styrkleiki
- 25, 50, 100 mg
- Magn
- 100 stk.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá