Terbínafínhýdróklóríð 10 mg/g

Lamisil Once

Húðlausn til meðferðar við fótsvepp hjá fullorðnum:

  • Einskammta meðferð við fótsvepp
  • Aðeins fyrir fullorðna, 18 ára og eldri

Ábending:

  • Lamisil Once er ætlað til meðferðar við fótsvepp hjá fullorðnum.

Verkar þannig að það drepur sveppinn sem veldur fótsveppnum. Þegar það er borið á fótinn skilur það eftir sig litlausa himnu sem helst á húðinni og losar virka efnið inn í húðina. Lamisil Once dreifir virka efninu inn í húðina, en þar helst það í nokkra daga og eyðir sveppnum sem veldur fótsveppasýkingunni. Til þess að árangur verði sem bestur skaltu ekki þvo fætur eða skola af þeim í 24 klukkustundir eftir að þú hefur borið lyfið á.

Notkunarleiðbeiningar:

  • Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað.
  • Þetta er meðferð þar sem lyfið er einungis borið á einu sinni.
  • Þvoið báða fætur og þurrkið þá vandlega fyrir notkun. Þvoið hendur og þurrkið þær.
  • Berið á báða fætur. Notið u.þ.b. hálfa túpuna á hvorn fót eða eins og með þarf til að þekja húðina. Ljúkið við að bera á annan fótinn áður en hinn er meðhöndlaður.
  • Berið lyfið jafnt á húðina milli allra tánna, þá undir og yfir þær. Berið síðan á ilina og jarkana.
  • Ekki má núa eða nudda lausninni inn í húðina.
  • Meðhöndlið hinn fótinn á sama hátt, jafnvel þótt húðin virðist heilbrigð. Þetta tryggir algjöra eyðingu sveppsins. Fótsveppur gæti verið á hinum fætinum þótt ekki sjáist nein merki um hann.
  • Leyfið lausninni að þorna í 1-2 mínútur þannig að himna myndist áður en farið er í sokka og skó.
  • Skrúfið lokið á túpuna og fargið afgangi lyfsins því ekki má geyma afgang lyfsins eða gefa það öðrum.
  • Þvoið hendur upp úr heitu vatni og sápu eftir að lyfið hefur verið borið á.
  • Forðist að þvo eða væta fæturna í 24 klukkustundir eftir að Lamisil Once hefur verið borið á.
  • Þerrið fæturna gætilega eftir varlegan þvott.
  • Berið ekki aðra umferð á húðina.

Venjulega dregur úr klínískum einkennum á nokkrum dögum.

Ef engin merki eru um bata á einni viku frá því að meðferð lauk, ætti sjúklingurinn að hafa samband við lyfjafræðing til að staðfesta að lyfið var notað á réttan hátt eða leita til læknis til að staðfesta sjúkdómsgreininguna.

Ekki skal nota lyfið aftur við sama tilviki um fótsvepp, hafi það ekki verkað eftir fyrstu notkun.

Gæta skal varúðar við notkun Lamisil Once með sár vegna þess að alkahólið gæti valdið ertingu. Eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Ekki má nota lyfið í andlit. Það getur valdið ertingu í augum. Berist það fyrir slysni í augu á að skola þau vandlega með rennandi vatni.

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Terbínafínhýdróklóríð
Lyfjaform
Húðlausn
Styrkleiki
10 mg/g
Magn
4 g

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

LAM.L.A.2024.0003.02

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki!