Terbínafínhýdróklóríð 10 mg/g
Lamisil
Lausasölulyf til meðferðar við sveppasýkingu í húð.
- Lamisil krem verkar sem sveppaeyðir, þ.e.a.s. það drepur sveppi.
- Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára
Ábending: Sýkingar í húð af völdum húðsveppa eins og Trichophyton (t.d. Trichophyton rubrum, Trichophyton mentagrophytes, Trichophyton verrucosum, Trichophyton violaceum), Microsporum canis og Epidermophyton floccosum. Litbrigðamygla (pityriasis (tinea) versicolor) af völdum Pityrosporum obiculare (einnig þekkt sem Malassezia furfur).
Notkunarleiðbeiningar:
- Til notkunar á húð.
- Hreinsið og þurrkið sýkta svæðið og þvoið hendurnar.
- Skrúfið tappann af, og þegar túpan er notuð í fyrsta skipti á að gera gat á innsiglið efst á túpunni með því að nota oddinn framan á tappanum, klemmið síðan túpuna varlega.
- Berið kremið á í þunnu lagi. Gætið þess að þekja allt sýkta svæðið.
- Þvoið hendur eftir að kremið er borið á til að koma í veg fyrir að sýkingin berist til annarra svæða líkamans.
- Lamisil krem er aðeins ætlað til útvortis notkunar.
- Lyfið á ekki að nota við sveppasýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum án fyrirmæla frá lækni.
- Lamisil krem getur virkað ertandi í augun. Berist það fyrir slysni í augun skal skola þau með miklu vatni. Við notkun Lamisil krems í andliti skal forðast að bera kremið á svæðið í kringum augun.
Skammtar:
Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára.
- Berist á einu sinni til tvisvar sinnum á sólarhring eftir ábendingum.
- Meðhöndla á fótsveppi, hringlaga húðsveppasýkingu og hvítsveppasýkingu í húð einu sinni á sólarhring í eina viku en litbrigðamyglu 1-2 sinnum á sólarhring í tvær vikur.
- Hreinsið og þurrkið sýkta svæðið áður en kremið er borið á.
- Nota skal nægilegt magn af kremi til að þekja allt sýkta svæðið.
- Einkennin hverfa gjarnan eftir nokkra daga en það er mikilvægt að klára meðferðina til að fyrirbyggja að sýkingin taki sig upp aftur. Ef þú sérð engan bata innan tveggja vikna frá fyrstu meðferð skaltu hafa samband við lyfjafræðing eða lækninn. Hafðu í huga að nokkrar vikur geta liðið áður en húðin lítur alveg eðlilega út aftur.
- Ekki er mælt með notkun Lamisil krems handa börnum undir 12 ára vegna takmarkaðrar reynslu hjá þessum aldurshópi.
- Lamisil krem má eingöngu nota fyrir börn yngri en 12 ára í samráði við lækni.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 7 daga
LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.
Ítarupplýsingar
- Virkt innihaldsefni
- Terbínafínhýdróklóríð
- Lyfjaform
- Krem
- Styrkleiki
- 10 mg/g
- Magn
- 15 g og 30 g
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.