Kalmente

Við einkennum ofnæmiskvefs

Kalmente

Lausasölulyf til meðferðar við einkennum ofnæmiskvefs. 

  • Staðbundin verkun
  • Nóg einu sinni á sólarhring
  • 140 skammtar

Ábending:

Kalmente er notað við einkennum ofnæmiskvefs (einnig kallað árstíðabundið ofnæmiskvef) og stöðugs ofnæmiskvefs hjá fullorðnum 18 ára og eldri.

Þegar mómetasón er úðað uppí nefið dregur það úr bólgu (þrota og ertingu í nefi), hnerra, kláða og stöðvar nefrennsli.

Árstíðabundið ofnæmiskvef veldur ofnæmisviðbrögðum sem koma sérstaklega fram á ákveðnum árstímum. Viðbrögðin koma fram þegar andað er að sér frjókornum frá trjám, grösum og illgresi, eða sporum frá myglu og sveppum. Stöðugt ofnæmiskvef er til staðar allt árið um kring. Einkennin geta verið vegna ofnæmis fyrir ýmsum mismunandi ofnæmisvöldum, t.d. rykmaurum, dýrahári (eða húðflögum), fjöðrum eða ákveðnum fæðutegundum.

Notkunarleiðbeiningar:

Skammtastærðir handa fullorðnum (þ.m.t. eldri sjúklingum) og börnum 12 ára og eldri:

  • Venjulegur ráðlagður skammtur er 2 úðaskammtar (50 míkróg/úðaskammt) í hvora nös einu sinni á sólarhring (heildarskammtur 200 míkróg). Þegar sjúkdómseinkennin hafa lagast má minnka skammtinn í einn úðaskammt í hvora nös (heildarskammtur 100 míkróg) einu sinni á sólarhring til að viðhalda meðferðinni. Ef einkenni lagast ekki má auka skammtinn í 4 úðaskammta í hvora nös einu sinni á sólarhring (heildarskammtur 400 míkróg) sem er hámarksskammtur á sólarhring. Mælt er með að minnka skammtinn þegar einkennin lagast.

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Mómetasón
Lyfjaform
Nefúði
Styrkleiki
50 µg/skammt
Magn
140 skammtar

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

KAL.L.A.2021.0010.01

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.