Kalíumklóríð 750 mg

Kaleorid

Lausasölulyf við kalíumskorti.

Ábending: Kalíumskortur.

  • Mælt er með notkun Kaleorid þegar einstaklingur þarf á meðferð með þvagræsilyfjum að halda.

Notkunarupplýsingar:

Fyrirbyggjandi meðferð: 1-2 töflur 2-3 sinnum á sólarhring.

Við kalíumskort á að aðlaga skammta einstaklingsbundið samkvæmt kalíumgildi í sermi. Yfirleitt nægja 2 töflur 2-3 sinnum á sólarhring til að bæta kalíumgildi. Síðan er skammturinn yfirleitt 1-2 töflur tvisvar á sólarhring. Kalíumgildi í sermi á að mæla reglulega til að aðlaga skammta í samræmi við verkun.

Töflurnar á að gleypa heilar með minnst einu glasi af vatni og ekki útafliggjandi.

LESIÐ FYLGISEÐILINN FYRIR NOTKUN.

Ítarupplýsingar

Virkt innihaldsefni
Kalíumklóríð
Lyfjaform
Forðatafla
Styrkleiki
750 mg
Magn
100 eða 250 stk

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

KAO.L.A.2021.0003.01

Sölustaðir

Fæst í næsta apóteki.